Meistararnir mætast í einstaklingskeppni 4. nóvember 2009 11:24 Michael Schumacher vann í landsflokknum í gær í úrslitum í gær og keppir í dag í einstaklingskeppninni. mynd: kappakstur.is Meistarar meistaranna mætast á í einstaklingskeppni á Olympíuleikvanginum í Bejing í dag. Þá verður seinni dagur í meistaramóti ökumanna á malbikaðri samhliða braut sem búið er að leggja yfir grasvöllinn á staðnum. Í gær unnu Michael Schumacher og Sebastian Vettel landskeppnina fyrir hönd Þýskalands, en í dag takast allir keppendur á sem einstaklingar. Rallmeistarinn Sebastian Leob vann einstaklingskeppnina í fyrra, en er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Í hans stað er Miki Hirvonen sem varð annar í stigamótinu í rallakstri í ár og Marcus Grönholm, tvöfaldur rallmeistari. Stærsta nafnið, auk Schumachers er vafalaust Jenson Button, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, sem komst í úrslit í gær með liði Bretlands, sem tapaði fyrir Þýskalandi. Nú getur hann ljós sitt skína í einstaklingskeppninni. Button mætir Le Mans sigurvegarnum áttfalda Tom Kristensen frá Danmörku í fyrstu umferð. Schumacher keppir gegn David Coulthard og mætir líka Grönholm í sínum riðli. Hver ökumaður fær þrjá andstæðinga í fyrsta riðli og sá sem nær bestum árangri í hverjum riðli heldur áfram í undanúrslit. Bein útsending er frá mótinu í Bejing á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 12.00. Sjá uppröðun í riðla dagsins Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Meistarar meistaranna mætast á í einstaklingskeppni á Olympíuleikvanginum í Bejing í dag. Þá verður seinni dagur í meistaramóti ökumanna á malbikaðri samhliða braut sem búið er að leggja yfir grasvöllinn á staðnum. Í gær unnu Michael Schumacher og Sebastian Vettel landskeppnina fyrir hönd Þýskalands, en í dag takast allir keppendur á sem einstaklingar. Rallmeistarinn Sebastian Leob vann einstaklingskeppnina í fyrra, en er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Í hans stað er Miki Hirvonen sem varð annar í stigamótinu í rallakstri í ár og Marcus Grönholm, tvöfaldur rallmeistari. Stærsta nafnið, auk Schumachers er vafalaust Jenson Button, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, sem komst í úrslit í gær með liði Bretlands, sem tapaði fyrir Þýskalandi. Nú getur hann ljós sitt skína í einstaklingskeppninni. Button mætir Le Mans sigurvegarnum áttfalda Tom Kristensen frá Danmörku í fyrstu umferð. Schumacher keppir gegn David Coulthard og mætir líka Grönholm í sínum riðli. Hver ökumaður fær þrjá andstæðinga í fyrsta riðli og sá sem nær bestum árangri í hverjum riðli heldur áfram í undanúrslit. Bein útsending er frá mótinu í Bejing á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 12.00. Sjá uppröðun í riðla dagsins
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira