Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping unnu auðveldan 5-0 sigur á AIK í kvöld. Linköpings í öðru sæti með 19 stig.
Yfirburður Linköpings voru miklir í leiknum en liðið átti 31 skot í leiknum á móti aðeins 5 hjá AIK.
Margrét Lára kom af bekknum á 64. mínútu og nældi sér í gult spjald.
Umea skaust svo á toppinn þegar liðið lagði lið Dóru Stefánsdóttur, 1-2, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.
Dóra var sem fyrr í byrjunarliði Malmö en fór af velli á 66. mínútu. Malmö í þriðja sæti með 18 stig en Umea á toppnum með 20 stig.