Háskaleg blekking Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun