Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að liðsmenn sínir verði að efla Brawn bílinn fyrir næsta mót, til að standast Red Bull snúning. Sebastian Vettel vann síðasta mót á Red Bull.
"Ég vissi alltaf að samkeppnin myndi aukast á milli okkar og annarra liða eftir fyrsta mótið. Við verðum með nýja hluti á brautinni í Nurburgring til að mæta auknum styrk Red Bull", sagði Ross Brawn.
"Við vorum í vandræðum með dekkin á Silverstone, komum ekki hita í þau og höfum unnið í því að leysa þetta vandamál fyrir næsta mót. Við vorum samt að keppa við Williams og Ferrari á Silverstone, en við höfum staðið framar þeim til þessa. Þeir eru ekki betri, heldur misstum við flugið í síðustu keppni."
Næsta keppni er á Nurburgring um aðra helgi. Sjá brautarlýsingu.

