Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld en þeim lýkur með sex leikjum annað kvöld.
Werder Bremen komst áfram í fjórðungsúrslitin eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við St. Etienne á útivelli. Bremen vann samanlagt 3-2.
Sebastian Prödl og Claudio Pizarro komu Þjóðverjunum í 2-0 í fyrri hálfleik en þeir frönsku skoruðu tvívegis í síðari hálfleik. Síðara markið kom í uppbótartíma.
Marseille er komið áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Ajax í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-1, Ajax í vil, en fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Marseille.
Því þurfti að framlengja leikinn en það var Tyrone Mears sem skoraði markið mikilvæga fyrir Marseille á 110. mínútu leiksins. Leikurinn fór fram á heimavelli Ajax.
Bremen og Marseille áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“
Íslenski boltinn

Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs
Íslenski boltinn






