Viðskipti erlent

Nýbúar halda fasteignamarkaði Kaupmannahafnar á floti

Á vissum svæðum í Kaupmannahafnarborg eru það nýbúar sem standa á bakvið sjö af hverjum tíu fasteignakaupum. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum.

Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að fasteignasverð í Kaupmannahöfn hefur hríðfallið og lítið selst af íbúðahúsnæði. Sama staða er upp á teningnum nær allsstaðar í Danmörku.

Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir hvað nýbúana varðar að einkum sé um múslima að ræða sem halda fasteignamarkaðinum í gangi í hluta Kaupmannahafnar. Þeir bera sig töluvert öðruvísi að en Danir, það er oft á tíðum stendur öll fjölskyldan að baki kaupum á stöku íbúð handa einum af meðlimum fjölskyldunnar. Þetta gerir greiðslubyrðarnar léttari þar sem fjórir eru um að standa í skilum með afborgarnir og vexti.

Þá er einnig nefnt til sögunnar að meðal Pakistana tíðkast að gefa peninga á merkisdögum í stað gjafa og því eiga einstaklingar af pakistönskum uppruna oft á tíðum töluvert fé í handraðanum þegar þeir festa kaup á sinni fyrstu íbúð.

Hvað nýbúana varðar segir Pia Cadovius, sjálfstæður fasteignasali í Kaupmannahöfn, að þeir séu yfirleitt að kaupa sér sína fyrstu íbúð, eru velmenntað fólk og hafa að meðaltali sparað 4-500.000 danskar kr., eða allt að 10 milljónum kr. sem þeir hafa sparað saman fyrir kaupunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×