Nýbúar halda fasteignamarkaði Kaupmannahafnar á floti 24. mars 2009 14:33 Á vissum svæðum í Kaupmannahafnarborg eru það nýbúar sem standa á bakvið sjö af hverjum tíu fasteignakaupum. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum. Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að fasteignasverð í Kaupmannahöfn hefur hríðfallið og lítið selst af íbúðahúsnæði. Sama staða er upp á teningnum nær allsstaðar í Danmörku. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir hvað nýbúana varðar að einkum sé um múslima að ræða sem halda fasteignamarkaðinum í gangi í hluta Kaupmannahafnar. Þeir bera sig töluvert öðruvísi að en Danir, það er oft á tíðum stendur öll fjölskyldan að baki kaupum á stöku íbúð handa einum af meðlimum fjölskyldunnar. Þetta gerir greiðslubyrðarnar léttari þar sem fjórir eru um að standa í skilum með afborgarnir og vexti. Þá er einnig nefnt til sögunnar að meðal Pakistana tíðkast að gefa peninga á merkisdögum í stað gjafa og því eiga einstaklingar af pakistönskum uppruna oft á tíðum töluvert fé í handraðanum þegar þeir festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Hvað nýbúana varðar segir Pia Cadovius, sjálfstæður fasteignasali í Kaupmannahöfn, að þeir séu yfirleitt að kaupa sér sína fyrstu íbúð, eru velmenntað fólk og hafa að meðaltali sparað 4-500.000 danskar kr., eða allt að 10 milljónum kr. sem þeir hafa sparað saman fyrir kaupunum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á vissum svæðum í Kaupmannahafnarborg eru það nýbúar sem standa á bakvið sjö af hverjum tíu fasteignakaupum. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum. Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að fasteignasverð í Kaupmannahöfn hefur hríðfallið og lítið selst af íbúðahúsnæði. Sama staða er upp á teningnum nær allsstaðar í Danmörku. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir hvað nýbúana varðar að einkum sé um múslima að ræða sem halda fasteignamarkaðinum í gangi í hluta Kaupmannahafnar. Þeir bera sig töluvert öðruvísi að en Danir, það er oft á tíðum stendur öll fjölskyldan að baki kaupum á stöku íbúð handa einum af meðlimum fjölskyldunnar. Þetta gerir greiðslubyrðarnar léttari þar sem fjórir eru um að standa í skilum með afborgarnir og vexti. Þá er einnig nefnt til sögunnar að meðal Pakistana tíðkast að gefa peninga á merkisdögum í stað gjafa og því eiga einstaklingar af pakistönskum uppruna oft á tíðum töluvert fé í handraðanum þegar þeir festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Hvað nýbúana varðar segir Pia Cadovius, sjálfstæður fasteignasali í Kaupmannahöfn, að þeir séu yfirleitt að kaupa sér sína fyrstu íbúð, eru velmenntað fólk og hafa að meðaltali sparað 4-500.000 danskar kr., eða allt að 10 milljónum kr. sem þeir hafa sparað saman fyrir kaupunum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira