Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu 18. september 2009 05:30 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, mun ásamt starfsfólki sínu funda með danska ríkisendurskoðandanum um störf Fjármálaeftirlitsins og hlutverk stjórnar og stjórnenda þess í næstu viku. Gera má ráð fyrir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, muni bera á góma. Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira