Fimmti leikurinn í úrslitarimmu Philadelphia Phillies og New York Yankees um bandaríska meistaratitilinn í hafnabolta fór fram í nótt. Yankees hefði tryggt sér titilinn með sigri en Phillies náði að svara fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð og vann, 8-6.
Staðan í rimmunni er nú 3-2 en næsti leikur og sá síðasti, ef þörf er á, fara fram í New York.
Phillies vann þó fyrsta leikinn í rimmunni í New York en tapaði svo tveimur á heimavelli.
Sigur Phillies var nokkuð öruggur í nótt en staðan var 8-3 þegar áttunda lota hófst. New York náði að minnka muninn í 8-6 en nær komst liðið ekki.

