Serena og Venus Williams hrósuðu sigri í tvíliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis sem lýkur í dag. Þessar bandarísku systur báru sigurorð af Rennae Stubbs og Samantha Stosur frá Ástralíu í úrsliteinvíginu.
Þær unnu í tveimur settum, 7-6 og 6-4, en þetta var annað árið í röð sem þær taka gullið og alls í fjórða sinn.
Daniel Nestor frá Kanada og Nenad Zimonjic frá Serbíu sigruðu í tvíliðaleik karla annað árið í röð.