Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur undir 50 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu féll aftur undir 50 dollara tunnan á markaðinum í New York í nótt eða í 49,55 dollara sem er lækkun um 1%.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk eru teikn um minnkandi eftirspurn ástæðan fyrir þessari lækkun og talið að olíuverðið muni halda áfram að gefa eftir út þessa viku eða allt niður í 45 dollara.

Orkustofnun Bandaríkjanna mun gefa út nýjar tölur um olíubirgðir landsins á morgun, miðvikudag, og er talið að birgðirnar hafi aukist um 2 milljónir tunna í síðustu viku.

Þá býst Internationale Energiagentur stofnunin við því að eftirspurn eftir olíu á næstunni verði sú minnsta á síðustu fimm árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×