Handbolti

N1-deild kvenna: 34 marka stórsigur hjá Valsstúlkum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hildigunnur Einarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir er fastar fyrir í vörninni.
Hildigunnur Einarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir er fastar fyrir í vörninni. Mynd/Vilhelm

Valsstúlkur byrjuðu á að sigra Íslands -og bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferð N1-deildarinnar á dögunum og þær héldu uppteknum hætti í dag í annarri umferðinni þegar þær hreinlega kjöldrógu Víkingsstúlkur 47-13 en staðan var 20-5 í hálfleik.

Víkingar tefla fram ungu liði í N1-deildinni í vetur og þær fengu heldur betur að kenna á því gegn reynslumiklu og gríðarlega sterku liði Vals.

Haukastúlkur sýndu einnig klærnar þegar þær unnu góðan 35-21 sigur gegn HK að Ásvöllum.

Í Kaplakrika unnu heimastúlkur í FH 30-27 sigur gegn KA/Þór en þetta var fyrsti leikur FH í deildinni í vetur þar sem liðið sat hjá í fyrstu umferðinni.

Úrslit kvöldsins:

Valur-Víkingur 47-13

Haukar-HK 35-21

FH-KA/Þór 30-27












Fleiri fréttir

Sjá meira


×