Mike Tyson og Evander Holyfield hittust í fyrsta skipti í tólf ár í spjallþætti Oprah Winfrey í gær. Höfðu þeir ekki hist síðan í bardaganum fræga er Tyson beit hluta af eyra Holyfield.
Að þessu sinni voru engin slagsmál og allir gengu út með eyrun í sama ástandi og er þeir komu inn.
Báðir aðilar höguðu sér ákaflega vel og töluðu fallega um hvorn annan.
Sérstaklega kom á óvart hversu vel Tyson kunni sig. Hann talaði af virðingu um Holyfield og viðurkenndi að upprunalega afsökun hans hefði ekki verið einlæg.
Afsökunarbeiðni Tysons að þessi sinni var aftur á móti afar einlæg og Tyson hrósaði Holyfield þess utan í bak og fyrir.
Sagði hann meðal annars vera frábæran boxara sem og fallegan mann.