Skvaldurskjóðurnar Jónína Michaelsdóttir skrifar 13. október 2009 06:00 Einhverju sinni þegar það dróst að fundur sem ég átti að sitja hæfist, þar sem lykilmaður var ekki mættur, hófst spjall um daginn og veginn hjá okkur hinum. Talið barst að meintri hlutdrægni fréttamanna, sem þá var í umræðunni. Einn úr hópnum lét í ljós áhyggjur af þessari þróun, en sagði gott til þess að vita að innan stéttarinnar væru líka frábærir fagmenn í greininni. Þar stæðu reyndar tveir menn upp úr. Þeir bæru af. Alltaf mætti treysta því að þeir væru málefnalegir í fréttaöflun og framsetningu. Þessir menn gættu hlutleysis í fréttaflutningi og enginn gæti greint persónulegar áherslur eða pólitíska hlutdrægni í þeirra umfjöllun. Þegar hann nafngreindi þessa tvo menn, hélt ég að hann væri að spauga, og spurði hvort honum væri alvara. „Áttu við að þú sért ekki á sama máli?" spurði hann, og undrun hans var sönn og einlæg. Sama virtist mér um félaga hans. Sjálfri fannst mér umræddir fréttamenn góðir menn og grandvarir, en rammpólitískir, og undarlegt í meira lagi ef stjórnmálaskoðanir þeirra og vantrú á stefnu annarra flokka færu framhjá lesendum eða áheyrendum. Mér þótti þetta afar merkilegt, og áttaði mig allt í einu á því, að þeir sem aðhyllast tiltekna stjórnmálastefnu hafa tilhneigingu til að líta á eigin skoðanir sem staðreyndir, og koma því ekki auga á neina flokkspólitíska takta í fréttaflutningi og vali á því hvað er fréttnæmt þegar það er í samræmi við stefnu eigin flokks. Þá er þetta bara vönduð fréttamennska. Það eru hinir, sem eru spilltir og bíræfnir í túlkun á samtímanum. Þeir eru flokksþrælar. Ekki við. Þegar þetta rann upp fyrir mér, varð mér að sjálfsögðu ljóst að ég sjálf hlyti líka að vera svona glámskyggn þegar mínir samherjar eiga í hlut. En ég er ekkert fundvísari en aðrir á eigin meðvirkni og dómgreindarskort í þessum efnum. Því miður. Ég hef aldrei verið til sjós, en bróðir minn sem er níu árum eldri en ég var sjómaður í áratugi. Við systurnar höfðum að vonum áhuga á þessum fljótandi vinnustað, sendum honum kveðjur í óskalagaþætti sjómanna, og fengum kvíðahnút í magann þegar fréttir bárust af skipskaða í aftakaveðrum á veturna. Þegar togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst við Nýfundnaland í febrúar 1959 og með honum þrjátíu manns, var bróðir minn á togaranum Bjarna Riddara á sömu slóðum. Menn voru ekki óvanir ofsaveðrum á þessum miðum, en ísingin kom á óvart. Um það bil sem veðrið var að bresta á, og menn að taka inn trollið á Bjarna Riddara, sást til togarans Júlí, sem var á sama tíma að kasta út trollinu. Þegar ísingin lagðist á skipin voru menn ekki með hugann við annað en að berja ísinn til að halda skipinu ofansjávar. Það var mikil þrekraun, en allir komust heim, nema áhöfnin á Júlí. Þrjátíu og níu börn urðu föðurlaus, þegar Júlí fórst. Ástæða þess að ég er að rifja upp þessa sögu, er að hún minnir mig á ástandið í þjóðfélaginu, nema að sjómennirnir íslensku stóðu sem einn maður að því að bjargast. Engum datt í huga að fara að skilgreina þessar óvæntu veðurbreytingu, kvarta yfir því að hann væri blautur og kaldur, eða hverjum það væri að kenna að hann væri staddur þarna. Íslenska þjóðin þekkir ekki annað en að á hverjum tíma geti verið allra veðra von. Ísingin kom hinsvegar í opna skjöldu hér á landi eins og við Nýfundnaland. Ísbjörgin/ Icesave. Ef við stöndum ekki saman á tímum eins og núna, er okkur ekki við bjargandi. Nýverið hitti ég flotta og hressa konu á níræðisaldri, með sérlega skemmtilegt tungutak. Sagði til dæmis að það væri nauðsynlegt að viðra sansana öðru hvoru. Kvaðst hafa verið fjörmikill krakki og óttaleg skvaldurskjóða. Ég kannast við orðið grenjuskjóða, en skvaldurskjóða hef ég ekki heyrt áður. Þetta er fínt orð, og lýsir vel því sem einkennir umræður dagsins. Ómæld orka fer í fúkyrði og ávirðingar. Látlaust framboð er af greinum og sjónvarpsviðtölum við hvers kyns sérfræðinga og mannvitsbrekkur, en ekkert breytist. Hofmóður og yfirlætislegt umvöndunarhjal þingmanna og ríkisstjórnarstjórnar í tíma og ótíma skilar engu. Við erum föst í sama farinu meðan skvaldurskjóðurnar eiga sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Einhverju sinni þegar það dróst að fundur sem ég átti að sitja hæfist, þar sem lykilmaður var ekki mættur, hófst spjall um daginn og veginn hjá okkur hinum. Talið barst að meintri hlutdrægni fréttamanna, sem þá var í umræðunni. Einn úr hópnum lét í ljós áhyggjur af þessari þróun, en sagði gott til þess að vita að innan stéttarinnar væru líka frábærir fagmenn í greininni. Þar stæðu reyndar tveir menn upp úr. Þeir bæru af. Alltaf mætti treysta því að þeir væru málefnalegir í fréttaöflun og framsetningu. Þessir menn gættu hlutleysis í fréttaflutningi og enginn gæti greint persónulegar áherslur eða pólitíska hlutdrægni í þeirra umfjöllun. Þegar hann nafngreindi þessa tvo menn, hélt ég að hann væri að spauga, og spurði hvort honum væri alvara. „Áttu við að þú sért ekki á sama máli?" spurði hann, og undrun hans var sönn og einlæg. Sama virtist mér um félaga hans. Sjálfri fannst mér umræddir fréttamenn góðir menn og grandvarir, en rammpólitískir, og undarlegt í meira lagi ef stjórnmálaskoðanir þeirra og vantrú á stefnu annarra flokka færu framhjá lesendum eða áheyrendum. Mér þótti þetta afar merkilegt, og áttaði mig allt í einu á því, að þeir sem aðhyllast tiltekna stjórnmálastefnu hafa tilhneigingu til að líta á eigin skoðanir sem staðreyndir, og koma því ekki auga á neina flokkspólitíska takta í fréttaflutningi og vali á því hvað er fréttnæmt þegar það er í samræmi við stefnu eigin flokks. Þá er þetta bara vönduð fréttamennska. Það eru hinir, sem eru spilltir og bíræfnir í túlkun á samtímanum. Þeir eru flokksþrælar. Ekki við. Þegar þetta rann upp fyrir mér, varð mér að sjálfsögðu ljóst að ég sjálf hlyti líka að vera svona glámskyggn þegar mínir samherjar eiga í hlut. En ég er ekkert fundvísari en aðrir á eigin meðvirkni og dómgreindarskort í þessum efnum. Því miður. Ég hef aldrei verið til sjós, en bróðir minn sem er níu árum eldri en ég var sjómaður í áratugi. Við systurnar höfðum að vonum áhuga á þessum fljótandi vinnustað, sendum honum kveðjur í óskalagaþætti sjómanna, og fengum kvíðahnút í magann þegar fréttir bárust af skipskaða í aftakaveðrum á veturna. Þegar togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst við Nýfundnaland í febrúar 1959 og með honum þrjátíu manns, var bróðir minn á togaranum Bjarna Riddara á sömu slóðum. Menn voru ekki óvanir ofsaveðrum á þessum miðum, en ísingin kom á óvart. Um það bil sem veðrið var að bresta á, og menn að taka inn trollið á Bjarna Riddara, sást til togarans Júlí, sem var á sama tíma að kasta út trollinu. Þegar ísingin lagðist á skipin voru menn ekki með hugann við annað en að berja ísinn til að halda skipinu ofansjávar. Það var mikil þrekraun, en allir komust heim, nema áhöfnin á Júlí. Þrjátíu og níu börn urðu föðurlaus, þegar Júlí fórst. Ástæða þess að ég er að rifja upp þessa sögu, er að hún minnir mig á ástandið í þjóðfélaginu, nema að sjómennirnir íslensku stóðu sem einn maður að því að bjargast. Engum datt í huga að fara að skilgreina þessar óvæntu veðurbreytingu, kvarta yfir því að hann væri blautur og kaldur, eða hverjum það væri að kenna að hann væri staddur þarna. Íslenska þjóðin þekkir ekki annað en að á hverjum tíma geti verið allra veðra von. Ísingin kom hinsvegar í opna skjöldu hér á landi eins og við Nýfundnaland. Ísbjörgin/ Icesave. Ef við stöndum ekki saman á tímum eins og núna, er okkur ekki við bjargandi. Nýverið hitti ég flotta og hressa konu á níræðisaldri, með sérlega skemmtilegt tungutak. Sagði til dæmis að það væri nauðsynlegt að viðra sansana öðru hvoru. Kvaðst hafa verið fjörmikill krakki og óttaleg skvaldurskjóða. Ég kannast við orðið grenjuskjóða, en skvaldurskjóða hef ég ekki heyrt áður. Þetta er fínt orð, og lýsir vel því sem einkennir umræður dagsins. Ómæld orka fer í fúkyrði og ávirðingar. Látlaust framboð er af greinum og sjónvarpsviðtölum við hvers kyns sérfræðinga og mannvitsbrekkur, en ekkert breytist. Hofmóður og yfirlætislegt umvöndunarhjal þingmanna og ríkisstjórnarstjórnar í tíma og ótíma skilar engu. Við erum föst í sama farinu meðan skvaldurskjóðurnar eiga sviðið.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun