Sebastian Vettel: Viljum vera bestir 20. apríl 2009 09:06 Sebastian Vettel fagnar sigri í kappakstrinum í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel vann fyrsta sigur Red Bull í Sjanghæ í Kína í gær, eftir stormasama keppni. Hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna. Adrian Newey, aðalhönnur liðsins var ekki til staðar í Kína, þar sem hann er að hanna nýjan loftdreifi á Red Bull bílinn. Red Bull var meðal liða sem kærði þrjú önnur lið fyrir ólöglega loftdreifa en tapaði málinu. Newy hófst því handa að hann svipaðan loftdreifi og liðið hafði áður kært. Hann var því fjarri góðu gamni. "Það sem gerir þetta mót spennandi að það er engin með alveg eins bíl og menn eru að þróa bíla sína hratt. Við eigum eftir að búa til fullt að nýjum hlutum, auk loftdreifisins, sem hjálpa okkur í jafnri og spennandi keppni", sagði Vettel. "Nokkur sekúndubrot gera gæfumuninn og bætir stöðu ökumanna í tímatökum eins og sást á Fernando Alonso, þegar hann mætti með nýjan loftdreifi. Ég er ánægður að okkar bíll er fljótur og markmið okkar eru að vera á toppnum. Við viljum vera bestir", sagði Vettel. Staðan í stigamótinu er sú að Jenson Button er með 21 stig. Rubens Barrichello 15, Timo Glock og Vettel 10. Mark Webber er með 9.5. Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel vann fyrsta sigur Red Bull í Sjanghæ í Kína í gær, eftir stormasama keppni. Hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna. Adrian Newey, aðalhönnur liðsins var ekki til staðar í Kína, þar sem hann er að hanna nýjan loftdreifi á Red Bull bílinn. Red Bull var meðal liða sem kærði þrjú önnur lið fyrir ólöglega loftdreifa en tapaði málinu. Newy hófst því handa að hann svipaðan loftdreifi og liðið hafði áður kært. Hann var því fjarri góðu gamni. "Það sem gerir þetta mót spennandi að það er engin með alveg eins bíl og menn eru að þróa bíla sína hratt. Við eigum eftir að búa til fullt að nýjum hlutum, auk loftdreifisins, sem hjálpa okkur í jafnri og spennandi keppni", sagði Vettel. "Nokkur sekúndubrot gera gæfumuninn og bætir stöðu ökumanna í tímatökum eins og sást á Fernando Alonso, þegar hann mætti með nýjan loftdreifi. Ég er ánægður að okkar bíll er fljótur og markmið okkar eru að vera á toppnum. Við viljum vera bestir", sagði Vettel. Staðan í stigamótinu er sú að Jenson Button er með 21 stig. Rubens Barrichello 15, Timo Glock og Vettel 10. Mark Webber er með 9.5.
Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira