Landsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Stabæk þegar liðið gerði jafntefli við Start í norska boltanum.
Pálmi kom inn sem varamaður þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og kom Stabæk í 2-0 en Start náði að jafna seint í leiknum í 2-2.
Stabæk er í fimmta sæti deildarinnar.