Dregið var í undanúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna í dag. Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla, KR og Grindavík, mætast í karlaflokki.
Hin viðureignin í karlaflokki er leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur. Teitur Örlygsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, er núverandi þjálfari Stjörnunnar.
Keflavík mætir Val í kvennaflokki og Skallagrímur tekur á móti KR.