Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 3,89 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í morgun.
Fimm viðskipti upp á tæpa 1,9 milljón krónur standa á bak við hutabréfaveltuna, þar af fern með bréf Century Aluminum en ein með bréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar.
Heldur líflegra hefur verið á skuldabréfamarkaði en 83 viðskipti hafa verið með skuldabréf upp á tæpa 6,7 milljarða króna.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) stendur óbreytt í 263 stigum.