Verja verður grunnskólann 26. maí 2009 07:00 Viðtekið er að menntun sé besta leiðin til að breyta heiminum," segir Christoffer Taxell sem fer fyrir nefnd alþjóðlegra sérfræðinga sem skipuð var í ársbyrjun um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Í tillögum nefndarinnar er hvatt til þess að viðhaldið verði fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, ekki síst á grunnskólastigi þar sem grunnur er lagður að allri annarri menntun. Þetta gengur raunar þvert á nýkynntar hugmyndir sveitarfélaganna þess efnis að stytta skólaárið um þá tíu daga sem bættust við það fyrir fáeinum árum og færðu þar með skólaár íslenskra grunnskólanema í átt til þess sem tíðkast meðal grannþjóða okkar. Með erlendu sérfræðinganefndinni fæst reynsla, meðal annars frá Finnum sem í kjölfar efnahagshrunsins sem þar varð á níunda áratugnum lögðu áherslu á að styrkja menntakerfið í landinu. Nefndin leggur einnig til að menntakerfið verði lagað að þörfum samfélagsins og bendir á að þörf gæti á aukinni starfsmenntun í stað þess að beina svo stórum hópi í háskólanám eins og hér tíðkast. Það sama gæti átt við um nám í framhaldsskólum þar sem höfuðáhersla er víðast hvar lögð á bóknám en verk- og listnám á undir högg að sækja. Tillögur erlendu sérfræðinganefndarinnar þess efnis að hér starfi tveir háskólar í stað þeirra sjö sem nú starfa á landinu eru vissulega róttækar en hlýtur að sama skapi að teljast skynsamleg hjá þjóð sem aðeins telur liðlega 300 þúsund hræður. Mikill vöxtur hefur verið í framboði á menntun á háskólastigi undanfarin ár. Hann hefur vissulega að mörgu leyti verið til góðs en ljóst er að nú er kominn tími til að straumlínulaga námsframboðið. Að sjálfsögðu getur samkeppni leitt til aukinna gæða en það hlýtur að teljast ofrausn að bjóða upp á nokkuð sambærilegt háskólanám í allt að fjórum skólum í svo litlu landi. Þegar kreppir að og skera þarf niður er mikilvægt að huga vel að forgangsröðun. Menntun barna og ungmenna hlýtur að vera meðal þess sem halda verður hlífiskildi yfir. Grunnskólinn þarf að sjá nemendum fyrir góðri menntun sem nýtist til uppbyggingar samfélagsins. Um leið gegnir hann því hlutverki að vera ákveðið öryggisnet í óstöðugu samfélagi. Frelsi og svigrúm ungs fólks til námsvals er vissulega mikilvægt. Hitt er jafnljóst að þegar út á vinnumarkaðinn er komið þá ræður eftirspurn en ekki framboð. Þess vegna hefur meðal margra þjóða tíðkast að beina fólki í nám þar sem ljóst er að vantar fólk til starfa og á sama tíma að reisa girðingar til að beina fólki heldur frá því námi þar sem vonir um störf eru minni. Þarna verður vissulega að fara með gát en þegar kreppir að hlýtur að teljast skynsamlegt að beina ungu fólki í nám sem það getur síðar nýtt sér á vinnumarkaði. Menntun í samtímanum er lykill að velferð framtíðarinnar. Fyrir liggur að skera þarf niður í menntakerfinu, eins og annars staðar. Það ríður því á að forgangsraða þannig að sparnaðurinn komi ekki í bakið á samfélaginu síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun
Viðtekið er að menntun sé besta leiðin til að breyta heiminum," segir Christoffer Taxell sem fer fyrir nefnd alþjóðlegra sérfræðinga sem skipuð var í ársbyrjun um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Í tillögum nefndarinnar er hvatt til þess að viðhaldið verði fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, ekki síst á grunnskólastigi þar sem grunnur er lagður að allri annarri menntun. Þetta gengur raunar þvert á nýkynntar hugmyndir sveitarfélaganna þess efnis að stytta skólaárið um þá tíu daga sem bættust við það fyrir fáeinum árum og færðu þar með skólaár íslenskra grunnskólanema í átt til þess sem tíðkast meðal grannþjóða okkar. Með erlendu sérfræðinganefndinni fæst reynsla, meðal annars frá Finnum sem í kjölfar efnahagshrunsins sem þar varð á níunda áratugnum lögðu áherslu á að styrkja menntakerfið í landinu. Nefndin leggur einnig til að menntakerfið verði lagað að þörfum samfélagsins og bendir á að þörf gæti á aukinni starfsmenntun í stað þess að beina svo stórum hópi í háskólanám eins og hér tíðkast. Það sama gæti átt við um nám í framhaldsskólum þar sem höfuðáhersla er víðast hvar lögð á bóknám en verk- og listnám á undir högg að sækja. Tillögur erlendu sérfræðinganefndarinnar þess efnis að hér starfi tveir háskólar í stað þeirra sjö sem nú starfa á landinu eru vissulega róttækar en hlýtur að sama skapi að teljast skynsamleg hjá þjóð sem aðeins telur liðlega 300 þúsund hræður. Mikill vöxtur hefur verið í framboði á menntun á háskólastigi undanfarin ár. Hann hefur vissulega að mörgu leyti verið til góðs en ljóst er að nú er kominn tími til að straumlínulaga námsframboðið. Að sjálfsögðu getur samkeppni leitt til aukinna gæða en það hlýtur að teljast ofrausn að bjóða upp á nokkuð sambærilegt háskólanám í allt að fjórum skólum í svo litlu landi. Þegar kreppir að og skera þarf niður er mikilvægt að huga vel að forgangsröðun. Menntun barna og ungmenna hlýtur að vera meðal þess sem halda verður hlífiskildi yfir. Grunnskólinn þarf að sjá nemendum fyrir góðri menntun sem nýtist til uppbyggingar samfélagsins. Um leið gegnir hann því hlutverki að vera ákveðið öryggisnet í óstöðugu samfélagi. Frelsi og svigrúm ungs fólks til námsvals er vissulega mikilvægt. Hitt er jafnljóst að þegar út á vinnumarkaðinn er komið þá ræður eftirspurn en ekki framboð. Þess vegna hefur meðal margra þjóða tíðkast að beina fólki í nám þar sem ljóst er að vantar fólk til starfa og á sama tíma að reisa girðingar til að beina fólki heldur frá því námi þar sem vonir um störf eru minni. Þarna verður vissulega að fara með gát en þegar kreppir að hlýtur að teljast skynsamlegt að beina ungu fólki í nám sem það getur síðar nýtt sér á vinnumarkaði. Menntun í samtímanum er lykill að velferð framtíðarinnar. Fyrir liggur að skera þarf niður í menntakerfinu, eins og annars staðar. Það ríður því á að forgangsraða þannig að sparnaðurinn komi ekki í bakið á samfélaginu síðar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun