Íslendingaliðið Lyn náði góðu jafntefli, 1-1, gegn toppliði Rosenborg í kvöld. Rosenborg enn á toppnum þrátt fyrir jafnteflið einum tveim stigum á undan Molde.
Theodór Elmar Bjarnason var í byjunarliði Lyn en var skipt af velli á 58. mínútu. Indriði Sigurðsson var í leikbanni og gat því ekki spilað með Lyn í kvöld. Lyn í tólfta sæti deildarinnar.
Sandefjord lagði Viking, 2-1. Kjartan Henry Finnbogason í byrjunarliði Sandefjord og Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking. Kjartan fór af velli fjórum mínútum fyrir leikslok.
Sandefjord í fjórða sæti en Viking í því fimmta.
Það gengur ekkert hjá Lilleström sem tapaði 3-0 fyrir Start. Björn Bergmann í liði Lilleström en tekinn af velli í leikhléi. Lilleström á botninum með þrjú stig eftir átta leiki.
Pálmi Rafn Pálmason sat svo allan tímann á tréverkinu hjá Stabæk sem tapaði fyrir Bodö/Glimt, 2-1. Stabæk í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig.