Bretinn Ross Brawn hefur samið um kaup á Honda liðinu og búnaði þess. Liðið mun eftirleiðis heita Brawn Formula 1. Ökumenn verða Rubens Barrichello og Jenson Button.
Tilkynnt var um söluna á miðnætti í nótt. Mercedes Benz mun skaffa vélar í bílanna og liðið hefur unnið hörðum höndum að því að breyta hönnun bíls sem var smíðaður i vetur fyrir Honda vél, þannig að setja megi Mercedes vél í hann.
Brawn liðið mætir á æfingu á Jerez brautinni á Spáni á mánudaginn.