Arna Sif Pálsdóttir skoraði 13 mörk fyrir HK í 35-30 útisigri á Fylki í N1 deild kvenna í dag. HK var 20-14 yfir í hálfleik. Arna Sif skoraði aðeins tvö af þrettán mörkum sínum úr vítaköstum.
HK er með 13 stig í 5. sæti en á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Fylkir er á botni deildarinnar með aðeins fimm stig úr 18 leikjum.
Mörk Fylkis: Ásdís Rut Guðmundsdóttir 7, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 6, Sunna María Einarsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Elín Helga Jónsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 1.
Mörk HK: Arna Sif Pálsdóttir 13, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 6, Pavla Plaminkova 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 1, Erna Davíðsdóttir 1.