Ármann vann óvæntan 83-77 sigur á toppliði KFÍ í 1. deild karla í Laugardalshöllinni í kvöld sem þýðir að Haukar og Skallagrímur eru með jöfn mörg stig og Ísfirðingar þegar deildin fer í jólafrí.
John Davis var með 33 stig fyrir Ármann og Þorsteinn Húnfjörð skoraði 13 stig. Craig Schoen skoraði 30 stig fyrir KFÍ.
Skallagrímsmenn unnu sinn áttunda leik í röð þegar þeir unnu 28 stiga sigur á ÍA, 82-54, á Akranesi. Silver Laku var með 25 stig fyrir Skallagrím.
Valsmenn héldu áfram sigurgöngu sinni og unnu 76-58 sigur á Þór Akureyri fyrir norðan. Byron Davis var með 18 stig fyrir Val en þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.