Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti 12. júlí 2009 15:12 Webber sótti á þá Barrichello og Button í stigakeppninni með sigri í Þýsklandi í dag. Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða. Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða.
Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira