Frysting eigna 6. febrúar 2009 18:33 Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í dag eru sléttir fjórir mánuðir frá því forsætisráðherra sagði þjóðinni að Ísland rambaði á barmi þjóðargjaldþrots. Röskum mánuði síðar vildu Vinstri grænir breyta Neyðarlögunum á þann veg að Fjármálaeftirlitið fengi heimild til að kyrrsetja eignir fyrrverandi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila gömlu bankanna þar sem rannsókn gæti leitt í ljós að þeir hefðu brotið lög. Fátt bendir til að málið lendi ofarlega á forgangslista 80 daga stjórnarinnar. Enda var hugmynd Vinstri-grænna svo að segja skotin í kaf af sérfræðingum, hreyfingin var sökuð um lýðskrum og hugmyndin sögð út í hött. En lýðurinn, það er fólkið í landinu, virðist hugnast hugmyndin vel. Meirihluti þjóðarinnar vill fara þessa leið, ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Í dag heimila lög að eignir séu kyrrsettar eða haldlagðar. Kyrrsetning þýðir að eigandinn má ekki ráðstafa eign sinni, t.d. koma henni á aðra kennitölu eða selja. Haldlagningu má beita þegar rannsókn sýnir að verðmæti verði hugsanlega gerð upptæk með dómi. Þessar leiðir er þó ekki hægt að fara fyrr en rannsókn er komin á það stig að rökstuddur grunur leikur á að brot hafi verið framið. Og rannsókn á bankahruninu er skammt á veg komin. Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarnefnd alþingis á bankahruninu sem hefur starfað í rúman mánuð en nefndin er enn að safna gögnum. Sumar ábendinganna eru frá starfsmönnum gömlu bankanna og ítarlegar mjög. Sérstaki saksóknarinn hóf störf á mánudaginn og það var fátt um að vera hjá embætti hans í dag. Verið er að tengja tölvur. En duga núverandi lög til að hindra að verðmæti, sem hugsanleg urðu til með ólögmætum hætti, hverfi úr landi í ljósi þess að fjórir mánuðir eru frá falli bankanna, og enn bóli ekkert á að sakamál verði komin á það stig að hægt sé að kyrrsetja eignir. Ólafur Þór segir að þegar rannsóknir dragast þá sé hætta á að ávinningur efnhagsbrotabrota, sé horfinn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira