Hjólreiðakappinn Lance Armstrong er búinn að leggjast undir hnífinn eftir að hafa viðbeinsbrotnað illa. Viðbeinið á Armstrong brotnaði í fjóra hluta.
Það þurfti að setja tólf skrúfur í viðbeinið og ætti Armstrong að ná sér að fullu eftir átta til tólf vikur.
Hann hefur þó ekki í hyggju að hvíla svo lengi og ætlar aftur á hjólið eftir nokkra daga. Hann verður einfaldlega að gera það ætli hann sér að vera löglegur í Giro D´Italia-mótinu sem hefst 9. maí.
Armstrong snéri nýlega til baka eftir að hafa verið hættur í þrjú ár.