Undanúrslit Powerade-bikars karla fara fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Njarðvíkingum á sama tíma og Snæfellingar heimsækja Grindvíkinga í Röstina. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.
KR og Grindavík mættust í úrslitaleik Powerade-bikarsins í fyrra þar sem KR-inga unnu 98-95 í frábærum leik. Liðin ættu að eiga góða möguleika á að komast í Höllina þar sem þau eru bæði á heimavelli en mótherjarnir eru þó ekki af slakari gerðinni enda búast margir við að Njarðvíkingar og Snæfellingar berjist um titlana í vetur.
Mætast KR og Grindavík aftur í úrslitum Powerade-bikarsins?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti