Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum 24. apríl 2009 10:00 Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. Í dag er hluturinn í Debenhams kominn í 80 pens á markaðinum í London eftir að hann hækkaði um rúm 18% á sumardaginn fyrsta. Hækkun kom í framhaldi af hálfsársuppgjöri Debenhams, til loka febrúar, sem sýndi að hagnaður félagsins fyrir skatta hafði hækkað um rúm 11% og sala verslunarkeðjunnar hafði aukist um 0,3% á sama tímabili. Þá kom einnig fram í uppgjörinu að 100 milljónir punda af skuldum Debenhams eru á gjalddaga í maí og að félagið muni ná að greiða þá upphæð úr varasjóðum sínum og greiðsluflæði úr verslunum félagsins. Þegar HSBC bankinn setti hlut Baugs í sölu í lok mars á 40-45 pens var markaðsvirði Debenhams 350-390 milljónir punda og hlutur Baugs því um 45-50 milljón punda virði Síðan hefur markaðsvirðið nær tvöfaldast eins og að framan greinir og er nú um 700 miljónir punda og rúm 13% því rúmlega 90 miljón punda virði. Því hefði sala HSBC gefið af sér um níu milljörðum kr. meira nú en hún gerði fyrir tæpum mánuði síðan. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. Í dag er hluturinn í Debenhams kominn í 80 pens á markaðinum í London eftir að hann hækkaði um rúm 18% á sumardaginn fyrsta. Hækkun kom í framhaldi af hálfsársuppgjöri Debenhams, til loka febrúar, sem sýndi að hagnaður félagsins fyrir skatta hafði hækkað um rúm 11% og sala verslunarkeðjunnar hafði aukist um 0,3% á sama tímabili. Þá kom einnig fram í uppgjörinu að 100 milljónir punda af skuldum Debenhams eru á gjalddaga í maí og að félagið muni ná að greiða þá upphæð úr varasjóðum sínum og greiðsluflæði úr verslunum félagsins. Þegar HSBC bankinn setti hlut Baugs í sölu í lok mars á 40-45 pens var markaðsvirði Debenhams 350-390 milljónir punda og hlutur Baugs því um 45-50 milljón punda virði Síðan hefur markaðsvirðið nær tvöfaldast eins og að framan greinir og er nú um 700 miljónir punda og rúm 13% því rúmlega 90 miljón punda virði. Því hefði sala HSBC gefið af sér um níu milljörðum kr. meira nú en hún gerði fyrir tæpum mánuði síðan.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira