Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir er ekki inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum úr norðaustukjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar talsvert í kjördæminu. Þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson og svo Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggir inn.
Vinstri grænir eru langstærstir í kjördæminu og fá þrjá menn kjörna inn. Það er formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon auk Þuríðar Bachman og svo kemur Björn Valur Gíslason, skitpstjóri, nýr inn.
Framsóknarflokkurinn er næst stærstur í kjördæminu en í fyrsta sæti er Birkir Jón Jónsson, næsti maður er svo Höskuldur Þór Þórhallsson og að lokum er það nýliðinn Huld Aðalbjarnadóttir sem kemst inn á þing.