Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni KSÍ nú í hádeginu. Þar vakti helst athygli að eina utandeilarliðíð í pottinum, Carl, var dregið gegn Íslandsmeisturum FH.
Carl er skipað mörgum gömlum kempum úr boltanum, svo sem Tómasi Inga Tómassyni og Herði Má Magnússyni sem skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kjalnesingum í 2. umferð bikarsins. Meðal annarra leikmanna má nefna Finn Kolbeinsson, Rút Snorrason, Sverri Sverrisson og Þorvald Makan.
Einn úrvalsdeildarslagur er á dagskrá en þar mætast lið Fylkis og Stjörnunnar. Þessi lið mættust nýlega í Pepsi-deild karla þar sem Stjarnan vann 2-1 sigur.
Þá mætast einnig lið Grindavíkur og ÍA en síðarnefnda liðið leikur í 1. deildinni. Önnur athyglisverð viðureign er slagur grannliðanna í Gróttu og KR.
32-liða úrslitin:
Keflavík - Einherji
Carl - FH
Grindavík - ÍA
Haukar - Fjarðabyggð
Hvöt - Breiðablik
Selfoss - Höttur
Þór - Víkingur Ó.
Fylkir - Stjarnan
Valur - Álftanes
KA - Afturelding
Víðir - Þróttur
ÍBV - Víkingur R.
Fram - Njarðvík
Reynir - KV
Fjölnir - HK
Grótta - KR