Óttast að Fritzl svipti sig lífi 22. mars 2009 13:52 Óttast um líf ófreskjunnar frá Amstatten. Fangelsismálayfirvöld í Austurríki hafa aukið eftirlit með Josef Fritzl sem í síðustu viku var dæmdur til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka vegna dóms fyrir nauðgun, sifjaspell og morð. Talið er að hann muni reyna að svipta sig lífi og á að koma í veg fyrir það. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag. Fritzl, sem er sjötíu og þriggja ára, fangelsaði dóttur sína í kjallaradýflissu í nærri aldarfjórðung, nauðgaði henni oftsinnis og gat með henni sjö börn. Eitt þeirra var hann dæmdur fyrir að myrða en slæmar aðstæður hafi valdið dauða barnsins skömmu eftir fæðingu. Fritzl játaði á sig öll ódæðin eftir að upptaka af vitnisburði Elísabetar dóttur hans var spilaður í dómssal. Síðar kom í ljós að Elísabet Fritzl var viðstödd réttarhöldin þann dag og mun faðir hennar hafa séð hana og játað á sig alla ákæruliði skömmu síðar. Fritzl er nú í fangaklefa í fangelsinu í bænum St. Pölten þar sem réttað var í málinu meðan hann bíður flutnings í hæli fyrir geðsjúka þar sem hann verður vistaður. Yfirmaður fangelsins segir að geðheilsu Fritzl hafi mjög hrakað frá dómsuppkvaðningu. Klefafélaga hans hafi verið falið að hafa miklar gætur á Fritzl og tilkynna ef breyting verði á hegðun hans. Fangaverðir fara með reglulegu millibili og oft að klefanum og kanna líðan hans. Geðlæknir sem dómstóllinn skipaði til að meta Fritzl og geðheilsu hans heimsækir hann daglega fram að flutningi á hælið. Fangelsismálayfirvöld í St. Pölten segja Fritzl fyrirmyndarfanga og það væri brot á mannréttindum hans að koma fyrir myndavél í klefanum til að fylgjast með honum. Því sé þessi leið farin. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld í Austurríki hafa aukið eftirlit með Josef Fritzl sem í síðustu viku var dæmdur til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka vegna dóms fyrir nauðgun, sifjaspell og morð. Talið er að hann muni reyna að svipta sig lífi og á að koma í veg fyrir það. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag. Fritzl, sem er sjötíu og þriggja ára, fangelsaði dóttur sína í kjallaradýflissu í nærri aldarfjórðung, nauðgaði henni oftsinnis og gat með henni sjö börn. Eitt þeirra var hann dæmdur fyrir að myrða en slæmar aðstæður hafi valdið dauða barnsins skömmu eftir fæðingu. Fritzl játaði á sig öll ódæðin eftir að upptaka af vitnisburði Elísabetar dóttur hans var spilaður í dómssal. Síðar kom í ljós að Elísabet Fritzl var viðstödd réttarhöldin þann dag og mun faðir hennar hafa séð hana og játað á sig alla ákæruliði skömmu síðar. Fritzl er nú í fangaklefa í fangelsinu í bænum St. Pölten þar sem réttað var í málinu meðan hann bíður flutnings í hæli fyrir geðsjúka þar sem hann verður vistaður. Yfirmaður fangelsins segir að geðheilsu Fritzl hafi mjög hrakað frá dómsuppkvaðningu. Klefafélaga hans hafi verið falið að hafa miklar gætur á Fritzl og tilkynna ef breyting verði á hegðun hans. Fangaverðir fara með reglulegu millibili og oft að klefanum og kanna líðan hans. Geðlæknir sem dómstóllinn skipaði til að meta Fritzl og geðheilsu hans heimsækir hann daglega fram að flutningi á hælið. Fangelsismálayfirvöld í St. Pölten segja Fritzl fyrirmyndarfanga og það væri brot á mannréttindum hans að koma fyrir myndavél í klefanum til að fylgjast með honum. Því sé þessi leið farin.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira