Einvígi Hafdísar og Jóhönnu heldur áfram í Danmörku um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2009 17:00 Hafdís Sigurðardóttir hefur verið í frábæru formi í vetur. Mynd/Anton Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi. Innlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira
Innanhústímabilinu í frjálsum íþróttum er formlega lokið hjá fullorðnum á Íslandi en sex íslenskir frjálsíþróttamenn eru komnir til Danmerkur þar sem þau keppa á opna danska meistaramótinu í Skive um helgina. Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ, keppir í flestum greinum á mótinu eða þremur en hún mætir líka Íslendingum í öllum greinum. Hafdís mætir Blikanum Lindu Björk Lárusdóttur í 60 metra hlaupi, ÍR-ingnum Jóhönnu Ingadóttur í langstökki og Blikanum Arndísi Maríu Einarsdóttur í 200 metra hlaupi. Hafdís og Jóhanna hafa barist hart um gullverðlaunin í langstökki í vetur og nú er einvígi þeirra komið alla leið til Danmerkur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni um síðustu helgi en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Hafdís stökk 5,81 metra í bikarnum og 5,82 metra á MÍ en Jóhanna stökk 6,10 metra á MÍ og 5,75 í bikarnum. Það verður því gaman að sjá hvor þeirra stekkur lengra á danska meistaramótinu. Kristinn Torfason úr FH náði sínu besta langstökki á ferlinum þegar hann stökk 7,45 metra í Bikarkeppninni um síðustu helgi. Eftir að hann bætti 30 ára met í þrístökki innanhúss á dögunum þá sagðist Kristinn ætla að stefna á Íslandsmetið innanhúss í langstökki. Jón Arnar Magnússon á það met en hann stökk 7,82 metra 5. mars 2000. Þessi keppa á opna danska meistaramótinu: Arndís María Einarsdóttir Breiðabliki, keppir í 200m og 400m. Bjartmar Örnuson UFA, keppir í 400m og 800m. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, keppir í langstökki, 60m og 200m. Jóhanna Ingadóttir ÍR, keppir í langstökki og þrístökki. Kristinn Torfason FH, keppir í langstökki. Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, keppir í 60m og 60m grindahlaupi.
Innlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira