SønderjyskE, hélt upp á komu Íslendingsins Ólafs Inga Skúlasonar, með því að vinna 2-0 heimasigur á Aalborg BK í dönsku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom SønderjyskE upp um tvö sæti og í 8. sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Aalborg sem erí 7. sætinu.
Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði SønderjyskE og spilaði fyrstu 58 mínútur leiksins. Mörk SønderjyskE komu í lok beggja hálfleikja. Rasmus Hansen, skoraði fyrra markið á 45.mínútu og Sören Frederiksen innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu.