Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás 3. október 2009 06:15 Rannveig Rist. Vísir/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira