Hannes Þ. Sigurðsson var í byrjunarliði GIF Sundsvall sem vann 2-0 sigur á Vasalund í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Hannes lék allan leikinn og lagði upp síðara mark Sundsvall á 67. mínútu. Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Sundsvall.
Sundsvall er í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Mjällby er á toppi deildarinnar með sautján stig eftir sjö leiki og er enn taplaust.