Varúð vegna alvöru Jón Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2009 00:01 Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun