Renault gæti hætt vegna svindl ásakanna 1. september 2009 09:14 Fernando Alonso fagnaði sigri í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone segir að Renault sé í slæmum málum ef rétt reynist að liðið hafi vísvitandi beðið Nelson Piquet að keyra á vegg í Singapúr kappakstrinum í fyrra til að liðisinna Fernando Alonso. FIA, alþjóðabílasambandið er að kanna sannleiksgildi þess og skoða gögn um nýjar sannanir sem sagðar eru að séu komnar fram. Piquet var rekinn frá liðinu fyrir nokkrum vikum og virðist hafa ýtt undir sögusagnir um að Renault hafi svindlað í fyrra. Beðið hann að klessa bíl sinn til að Alonso gæti nýtt sér færið, en hann vann sigur í mótinu. Piquet neitaði alfarið í fyrra að þetta væri rétt, en grunsemdir vöknuðu eftir mótið. "Ég veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt, að Renault hafi haft rangt við. Þetta hljómar undarlega. Ef þetta reynist rétt, þá er Renault í verulegum vandræðum og gæti fengið stranga refsingu. Maður hefur heyrt af svona í fótbolta og veðreiðum", sagði Ecclestone. Hann hefur mestar áhyggjur af því að Renault hætti hreinlega í Formúlu 1, ef liðið verður dregið til ábyrgðar í málinu, ef rétt reynist. "Þetta gæti bara verið hluti af fýlukasti Piquet, en ef hann er að segja þessa hluti, þá er þetta svipað og ef bankaræningi klagar í lögguna... En þessi umræða er ekki góð fyrir Formúlu 1 og veðbankar eru ekki hressir af frétta svona hluti. Við höfum ekki efni á því að Renault menn fari í fýlu og hætti eins og Honda og BMW", sagði Eccelstone. Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að Renault sé í slæmum málum ef rétt reynist að liðið hafi vísvitandi beðið Nelson Piquet að keyra á vegg í Singapúr kappakstrinum í fyrra til að liðisinna Fernando Alonso. FIA, alþjóðabílasambandið er að kanna sannleiksgildi þess og skoða gögn um nýjar sannanir sem sagðar eru að séu komnar fram. Piquet var rekinn frá liðinu fyrir nokkrum vikum og virðist hafa ýtt undir sögusagnir um að Renault hafi svindlað í fyrra. Beðið hann að klessa bíl sinn til að Alonso gæti nýtt sér færið, en hann vann sigur í mótinu. Piquet neitaði alfarið í fyrra að þetta væri rétt, en grunsemdir vöknuðu eftir mótið. "Ég veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt, að Renault hafi haft rangt við. Þetta hljómar undarlega. Ef þetta reynist rétt, þá er Renault í verulegum vandræðum og gæti fengið stranga refsingu. Maður hefur heyrt af svona í fótbolta og veðreiðum", sagði Ecclestone. Hann hefur mestar áhyggjur af því að Renault hætti hreinlega í Formúlu 1, ef liðið verður dregið til ábyrgðar í málinu, ef rétt reynist. "Þetta gæti bara verið hluti af fýlukasti Piquet, en ef hann er að segja þessa hluti, þá er þetta svipað og ef bankaræningi klagar í lögguna... En þessi umræða er ekki góð fyrir Formúlu 1 og veðbankar eru ekki hressir af frétta svona hluti. Við höfum ekki efni á því að Renault menn fari í fýlu og hætti eins og Honda og BMW", sagði Eccelstone.
Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira