Þjóðkirkja Íslendinga 7. nóvember 2009 06:00 Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun