Japanskar húsmæður veðja á veikingu jensins 14. maí 2009 10:53 Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira