Lygasaga um lýðræði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. mars 2009 08:00 Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut. Það versta var að þegar ég ætlaði svo að fara að gera hlutina upp við svindlarana og bera upp á þá svindlið þá var ég náttúrlega löngu orðinn sekur um hið sama. Jafnvel eitthvað verra því það er erfitt að hætta svindlinu þegar byrjað er á því. Oftast fóru nú þessi leikir vel fram enda ekki oft sem óréttlætið rataði í leik okkar þarna á Slökkviliðstúninu. Enda voru aðstæður nógu erfiðar við að eiga svo það var ekki á það bætandi að þurfa að glíma við óréttlætið líka. En svona getur þessi heilaga reiði ruglað réttlætiskennd manna en þetta kom ekki fyrir mig á fullorðinsárum fyrr en mér þótti lýðræðið eiga undir höggi að sækja. Þá stofnaði ég flokk og sendi frá mér fréttatilkynningu: „Ég krefst þess, sem formaður Flokks lýðræðissinna Íslands, að ég fái tafarlaust að fara í Kastljósið að kynna málefni flokksins. Einnig krefst ég þess að Þóra Tómasdóttir verði ekki viðstödd útsendinguna svo að karlmenn taki einnig eftir því sem ég hef að segja. Ég mun líka nýta ferðina upp í Efstaleiti til að segja Páli Magnússyni útvarpsstjóra upp störfum þar sem hann hefur í engu hlýtt fyrirmælum mínum og tilmælum undanfarin misseri. Ég tilkynni hér með að Sigurður Marías Sigurðsson hefur verið valinn í annað sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég, sem efsti maður á lista, hef tekið ákvörðun um þetta erfiða mál. Hann verður nú, gjör oss svo vel, að hafa uppi í hvívetna kjörorð flokksins „Lýðræði öllu ofar"." Þegar ég hafði sent fréttatilkynninguna frá mér kom yfir mig sama tilfinningin og þegar ég skoraði með hendinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut. Það versta var að þegar ég ætlaði svo að fara að gera hlutina upp við svindlarana og bera upp á þá svindlið þá var ég náttúrlega löngu orðinn sekur um hið sama. Jafnvel eitthvað verra því það er erfitt að hætta svindlinu þegar byrjað er á því. Oftast fóru nú þessi leikir vel fram enda ekki oft sem óréttlætið rataði í leik okkar þarna á Slökkviliðstúninu. Enda voru aðstæður nógu erfiðar við að eiga svo það var ekki á það bætandi að þurfa að glíma við óréttlætið líka. En svona getur þessi heilaga reiði ruglað réttlætiskennd manna en þetta kom ekki fyrir mig á fullorðinsárum fyrr en mér þótti lýðræðið eiga undir höggi að sækja. Þá stofnaði ég flokk og sendi frá mér fréttatilkynningu: „Ég krefst þess, sem formaður Flokks lýðræðissinna Íslands, að ég fái tafarlaust að fara í Kastljósið að kynna málefni flokksins. Einnig krefst ég þess að Þóra Tómasdóttir verði ekki viðstödd útsendinguna svo að karlmenn taki einnig eftir því sem ég hef að segja. Ég mun líka nýta ferðina upp í Efstaleiti til að segja Páli Magnússyni útvarpsstjóra upp störfum þar sem hann hefur í engu hlýtt fyrirmælum mínum og tilmælum undanfarin misseri. Ég tilkynni hér með að Sigurður Marías Sigurðsson hefur verið valinn í annað sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég, sem efsti maður á lista, hef tekið ákvörðun um þetta erfiða mál. Hann verður nú, gjör oss svo vel, að hafa uppi í hvívetna kjörorð flokksins „Lýðræði öllu ofar"." Þegar ég hafði sent fréttatilkynninguna frá mér kom yfir mig sama tilfinningin og þegar ég skoraði með hendinni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun