Schumacher vill verja titil Þýskalands 3. nóvember 2009 09:02 Michael Schumacher og Sebastian Vettel lögðu Mikael Eckström og Tom Kristensen í úrslitum í fyrra. mynd: kappakstur.is Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira