Hinn árlegi NFL-leikur á Wembley fór fram í kvöld er New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers mættust. Leikurinn var "heimaleikur" Bucs.
Fyrirfram var búist við öruggum sigri Patriots og það gekk eftir. Lokatölur 35-7 þar sem Tom Brady kastaði fyrir 208 metrum, þrem snertimörkum. Hann kastaði boltanum einnig tvisvar frá sér.
Brett Favre og félagar í Minnesota Vikings töpuðu síðan sínum fyrsta leik í vetur er þeir sóttu Pittsburgh Steelers heim. Lokatölur 27-17 fyrir Steelers.
Favre var eins brjálaður byssumaður í leiknum enda fór hann alls 51 sinni í loftið. Hann kláraði 34 sendingar fyrir 334 metrum. Engin sending var þó fyrir snertimarki.
Ben Roethlisberger kastaði 26 sinnum, 14 sendingar heppnuðust fyrir 175 metrum. Ein sending endaði sem snertimark.