Kristianstad féll í kvöld úr leik í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu kvenna. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari félagsins.
Liðið mætti sterku liði Malmö, liði Dóru Stefánsdóttur, og tapaði á heimavelli, 2-1.
Linköping vann 14-0 sigur á Värnamo og skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir eitt marka liðsins.
Íslendingaliðin Djurgården og Örebro komust einnig áfram í keppninni í kvöld.