Theodór Elmar Bjarnason skoraði eitt marka IFK Gautaborgar í 3-1 sigri liðsins á Helsingborg í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Theodór Elmar, Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru allir í byrjunarliði Gautaborgar í kvöld.
Mark Theodórs Elmars kom á 84. mínútu en honum var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið en þangað kom hann fyrr í sumar frá norska félaginu Lyn.
Gautaborg mætir AIK Solna í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.