Enski boltinn

Zidane: Steven Gerrard er bestur í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard sést hér tækla Zinedine Zidane á sínum tíma.
Steven Gerrard sést hér tækla Zinedine Zidane á sínum tíma. Mynd/GettyImages

Zinedine Zidane segir í viðtali við enska slúðurblaðið Sun að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sé besti leikmaður í heimi og líkir mikilvægi hans við mikilvægi Claude Makelele hjá Real Madrid á árum áður.

„Er Gerrard sá besti í heimi. Hann fær kannski ekki sömu athyglina og þeir Messi og Ronaldo en ég held að hann sé bara sá besti í heimi," sagði Zidane.

„Það hefur mikil áhrif á Liverpol-liðið þegar það hefur ekki leikmann eins og Steven Gerrard sem er mótorinn í liðinu," sagði franska goðsögnin við Sun.

„Þegar ég var að vinna spænska titla og Evrópumeistaratitla með Real Madrid á sínum tíma þá sagði ég alltaf að Claude Makelele væri mikilvægasti leikmaður liðsins. Það var engin möguleiki fyrir mig, Figo eða Raul að skila hans vinnu til liðsins og það er eins með Gerrard og Liverpool," sagði Zidane.

Zidane vill meina að á undan Steven Gerrard hafi Patrick Vieira verið fullkomnasti miðjumaður í heimi. Nú sé Gerrard hinsvegar búinn að taka við kyndlinum.

„Gerrard er hjartað í Liverpool-liðinu. Hann er með frábærar sendingar, tæklar út um allan völl og skorar mörk. Það mikilvægasta við hann er þó það að hann færir öðrum leikmönnum í kringum sig trú og sjálfstraust," sagði Zidane og það eru örugglega mjög margir sammála honum með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×