Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mis­tök

    Arne Slot, stjóri Liver­pool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leik­menn sem spiluðu leikinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ein­mana­legt hjá Salah í ræktinni

    Mohamed Salah varð eftir í Bítlaborginni þegar Liverpool fór til Mílanó þar sem Englandsmeistararnir mæta Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Egyptinn situr samt ekki auðum höndum heima í Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Van Dijk forðaðist frétta­menn eftir leik

    Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool mætti ekki í viðtöl eftir tapið á móti PSV Eindhoven í gær og var ekki sá eini úr vonlausu Liverpool-liði. Curtis Jones kom fram fyrir liðið eftir enn eitt áfallið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“

    Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaup­manna­hafnar, viður­kennir að slæm reynsla hans af aðkasti sem Orri Steinn Óskars­son fékk á sínum tíma, er hann tók sín fyrstu skref sem ungur leik­maður með liðinu, spili inn í það hversu varfærnis­lega hann hafi spilað hinum unga Viktori Bjarka Daða­syni sem hefur undan­farið slegið í gegn með FCK.

    Fótbolti