Viðskipti erlent

Greiðslustöðvun Kaupþings í Lúxemborg framlengd

Dómstóll í Lúxemborg hefur ákveðið að framlengja greiðslustöðvun Kaupþings í landinu um tvo mánuði en hún átti að renna út þann 8. apríl n.k.

Sem kunnugt er af fréttum hafa viðræður um kaup á bankanum staðið yfir mánuðum saman við fjárfestingarsjóð í eigu stjórnvalda í Líbýu. Ekki hefur náðst samkomulag í þeim viðræðum og því blasti gjaldþrot við Kaupþingi í Lúxemborg að öllu óbreyttu.

Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptadómstóllinn Luxemborg City District Court hafi nú framlengt greiðslustöðvunina fram til 9. júní n.k.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×