Ecclestone segir dóm Briatore of harðan 24. september 2009 10:12 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir dæmdir í bann frá Formúlu 1. Briatore í ótímabundið bann og Symonds í fimm ára bann. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.
Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira