Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,25 prósent í dag en Straums fallið um 2,1 prósent. Önnur félög hafa ekki hreyfst það sem af er dags í Kauphöllinni.
Úrvalsvísitalan (OMXI6) hefur hækkað um 0,07 prósent og stendur í 345 stigum.