Cotto og Pavlik á sigurbraut á ný 22. febrúar 2009 14:06 Miguel Cotto (th) vann yfirburðasigur á Bretanum Michael Jennings AFP Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er. Box Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er.
Box Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira